Pottþétt moska!

Já nú megum við íslensku múslimarnir vera spenntir!

(Hamingjusamir múslimar... ekki photoshopvinna en hugsanlega stillt upp...)

Glaðir múslimar, eins og Durturinn
Guð er vissulega mikill og réttlátur, og ég held að Hann sé að verðlauna okkur þolinmæðina með þessu gullna tækifæri til að heiðra Hann með einhverri glæsilegustu og sérstæðustu mosku Evrópu. Nusrat Jehan moskan í Köben er að vísu mjög skemmtileg en pínulítil og Perlan (al-Jumana?*) yrði í allt öðrum klassa, án þess að miklu þyrfti að breyta. Ég er kannski ekki alveg að sýna lítillætið sem Spámaðurinn, friður sé með honum, boðaði en maður hefur nú ekki það mikið að vera spenntur yfir þessa dagana að Guð hlýtur að fyrirgefa mér það, enda miskunnsamur og fyrirgefandi með eindæmum.

 (Nusrat Jehan moskan, Kaupmannahöfn)

 Nusrat Jehan Moskan í Kaupmannahöfn - krúttleg en lítil
Mér finnst það liggja í augum uppi að lítilláta, ljúfa og káta stórmennið Salman Tamimi (sem leikur sér aldrei úr máta), formaður félags Múslima á Íslandi, þurfi að drífa sig austureftir, funda þar með fjáðum hugsjónarmönnum og reyna að safna nægum pening til að koma þessu í kring--ég trúi ekki öðru en að það sé hægt að finna nokkra trúbræður sem sjá sér fært að láta nokkrar milljónir dollara úr vasa renna til að styrkja svo glæst framlag til Islam í einu fjarlægasta horni heimsins (frá Mekka séð, altént). 

 (inngangur Perlunnar, skyldi hann verða inngangur aj-Jumana* fyrr en síðar?)

Perlan - al-Jumana?
Ég er meira að segja svo bjartur að halda að borgarbúar mundu ekki marséra í Öskjuhlíðina með heygaffla og blys þó það stæði til að breyta Perlunni í mosku! Vissulega yrði eitthvað smábakslag gegn henni fyrst um sinn--enda hefur sáning fræja tilgangslauss vantrausts á múslima náð að westan alla leið norður í frerinn hér á Fróni hvar hefur sprottið furðuvel úr þeim--en ég hef fullt traust á þeim, sem hæst munu tala gegn henni, til að sýna hlutlausum með tali sínu að mótmælin væru byggð á vanþekkingu og fordómum. Perlan verði moska, In sa Allah! Áfram Islam!

Með friði/Salaam/Shalom,

Durtur 

*Ég biðst velvirðingar ef al-Jumana þýðist í raun ekki sem "Perlan"--arabískan mín er því miður ennþá meira eða minna algerlega gagnslaus.

PS: Er það ekki líka rétt skilið hjá mér að ríkið yrði að taka þátt í kostnaði múslima við nýbyggingu til trúarbragðaiðkunar, þannig að ef við keyptum frekar Perluna værum við að spara íslenskum skattgreiðendum stórfé? Ég ég man rétt, frá því þegar ég hugðist stofna trúfélag í gamla daga, er ríkið skyldugt til að borga (ótrulega) stóran hluta kostnaðar við nýbyggingar viðurkenndra trúfélaga. Ég vona að það sé búið að breyta því en mig grunar að svo sé ekki; það hefur aldrei gengið eins smurt og stjórnarskráin stingur upp á að aðskilja ríki og trúfélög..

 (Þrjú dæmi um seðla sem væri hægt að spara ríkinu; ath að um þónokkur eintök af sumum þeirra gæti verið að ræða)

Peningar - gætu sparast


mbl.is Perlan auglýst til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband