21.8.2010 | 15:40
Kominn tími á að skera æxlið burt
Jæja.
Úr Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands:
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
Er ekki löngu kominn tími til að breyta þessu með lögum og leggja niður íslensku þjóðkirkjuna? Fyrir utan að vera tímaskekkja og blóðsuga á íslensku samfélagi, er kirkjan á góðri leið með að vera helsti verjandi haturs og glæpa hérlendis og ef kirkjan getur ekki farið eftir lögum og almennu siðferði í landinu hlýtur að vera fásinna að við séum að styrkja þetta hyski, hvort heldur sem sé í orði eða fjáraustri.
Raunar segir 64. gr:
64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. [áhersla mín]
Nú gengur mér illa að fletta lögum þess tengdum upp, en er til of mikils mælst að ónáða þessa fínu herra með því að biðja þá um að, t.d., láta barnaverndaryfirvöld vita þegar verið að nauðga börnum? Nú er það nokk vel staðfest að barnaníður er helsta áhugamál þessara manna, en þeir hljóta að geta eitthvað tillit til okkar venjulegu aumingjanna tekið. Barnaverndarnefn segir "Öllum ber skylda til að tilkynna barnaverndarnefnd um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum eða grun um slíkt." Öllum nema kirkjunnar mönnum, virðist vera.
Það er mikið til af trúfélögum hérlendis (enda blessunarlega trúfrelsi hér, í orði altént) og þau virðast flest standa sig fínt og sinna sínu fólki án þess að heimta fjárframlög frá ríkinu--væri það ekki bara hollt fyrir lúthersku kirkjuna að fá frelsi frá Ríkinu? Á meðan þeir sjá sér fært að mismuna fólki eftir kynhneigð, fela upplýsingar um nauðganir sínar á börnum og neita svo blákalt að fara eftir niðurskurði ríkisins sem heldur þeim gangandi--þegar ALLIR aðrir þurfa að sætta sig við það sem þeir fá--á ég gríðarlega erfitt með að sjá afhverju í ósköpunum við ættum einusinni að leyfa rekstur þessa fyrirbæris hérlendis, hvað þá að styrkja hann.
Þar sem ég ber litla von í hjarta mér um að ríkið taki af skarið og fjarlægi þetta forna æxli úr samfélaginu á næstu misserum, hvet ég alla eindregið til að segja sig úr þjóðkirkjunni. Þannig fær Háskóli Íslands þann pening sem ríkið greiðir kirkjunni núna fyrir að hafa þröngvað upp á þig skírn og fermingu í trú sem predikar ást og fyrigefningu, en stundar hatur og lygar; og guð veit--hvað sem þú kallar hann--að menntastofnunin Háskólinn á betra skilið en sá blettur á Íslandi sem hin Lútherska Þjóðkirkja er.
Kynferðisbrot þögguð niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt!
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 15:50
Ég er kannski tröllandi heldur meira en mér þykir notalegt í færslunni að ofan en ég þakka stuðninginn, Helgi, og bendi á eyðublað um tilkynningu til þjóðskrár um skráningu úr trúfélagi hér. Þakka Púkanum, á hvers bloggi ég sá hlekkinn.
Durtur, 21.8.2010 kl. 16:13
Úps... í heift minni teygði ég mig í breiðasta pensilinn sem ég fann til að mála presta almennt í barnaníðingalit. Það var kjánalegt af mér og ég vil taka skýrt fram að það eru vissulega til prestar sem eru ekki hrein illska (eða einhverskonar illskuþykkni sem maður bætir vatni í). Bara svo ég taki eitt dæmi er Sr. Karl Valgarður Matthíasson ekki bara rakið ljúfmenni og miklum gáfum gæddur, heldur er hann persónuleg hetja mín og hiklaust ein af bestu manneskjum sem hefur nokkurntímann heiðrað vetrarbrautina með tilvist sinni. Ég vona að hann fyrirgefi mér kjaftinn en ég stend fastur á skoðun minni að það sé kominn tími á að hætta að styrkja lúthersku kirkjuna öðrum fremur. Þess má geta að ég er núna að skrá mig í Félag Múslima á Íslandi, þar sem mér finnst þeir eiga stuðning minn skilinn og ég vildi helst sjá Salmann Tamimi sem næsta forseta Íslands.
Durtur, 21.8.2010 kl. 16:23
Viltu sjá Salman Tamimi sem næsta forseta Íslands? Múslima? Af hverju ekki einhvern sannkristinn eins og Biskupinn yfir Íslandi? .... eða bara atvinnulausan útigangsmann?
Enn samt er ég sammála um að það þurfi nauðsynliga að skera burtu "æxli" sem notar 6 milljarða á ári til að viðhalda graftarkýlunu í þjóðinni . ...
Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.