8.9.2010 | 16:07
Vita þeir í alvöru ekki betur?
"The Scene" er ekki eitthvað net eða samtök, heldur hreinlega orð (senan) sem er notað yfir hópa og einstaklinga sem reyna að komast í nýtt efni og koma því sem fyrst á vefinn, og það er heilmikil samkeppni í geiranum. Oftast fara þessi "scene release" eftir ákveðnum stöðlum og eru skýrð á ákveðin hátt eftir því hvaða þjöppunarstaðlar eru notaðir, hvernig myndin var tekin: TS fyrir bíóupptökur teknar úr salnum á myndavél, DVD-Rip fyrir myndir teknar af DVD diski, DVDSCR fyrir myndir teknar af DVD-myndum áður en þær fara í dreifingu, R5 er hliðræn upptaka af stafræna efninu o.sv.frv.
Þessir hópar og einstaklingar velja sér nöfn (ViTALITY eru öflugir í leikjum, MAXSPEED dæmi um bíóhóp/einstakling) og svo keppast þeir við að koma efni á netið til að fá virðingu niðurhalenda en umfram allt virðingu hvers annars. "The Scene" er semsagt þetta fyrirkomulag, ekki neinn ákveðinn hópur sem er í neinu ákveðnu landi eða neinni ákveðinni heimsálfu. Það er ekki hægt að uppræta hugtak, er það virkilega ekki að síast inn í hausinn á fólki ennþá?
Eins undarlegt og það virðist þá hefur ekki enn verið sýnt fram á að ólöglegt niðurhal skaði kvikmynda-, og tónlistarframleiðendur, þvert á móti (nema kannski hérna heima, hvar tónlist er munaðarvara); þetta hefur mun meiri áhrif á leikjaframeiðendur, en þeir eru að aðlagast ástandinu með því að bjóða upp á netspilun í leikjum sínum, sem óprúttnir leikjaniðurhalendur geta ekki nýtt sér. Framleiðendur á sjónvarpsefni eru farnir að auglýsa meira í þáttum sínum (auk auglýsingahléanna) og svo eru loksins farin að koma pínulogo í skjáhornin í "dauðum" senum, sem ég held að eigi eftir að vera endanleg lausn á þessu vandamáli með sjónvarpsþættina--því að þarna er komin gríðarlega mikil dreifing sem stöðvarnar þurfa ekki að borga krónu fyrir. Heimurinn er smám saman að lagast að þessum nýja veruleika sem við búum við. Þessi reglulegi leikþáttur í Svíþjóð er bara til að flækja málin og tefja það óumflýjanlega: Það er ekki hægt að stöðva þessa dreifingu á netinu. Punktur.
Þeim sem skilja ekki hvað ég meina bendi ég á að gera litla tilraun með bestu torrentsíðu á netinu. Farðu á google og leitaðu að "other guys filetype:torrent", án gæsalappanna (beinn hlekkur). Hvar er herinn sem á að taka niður Google?
Evrópsk lögregla til atlögu við ólöglegt niðurhal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Án þess að vita hvaða erlendu fréttir MBL hefur fyrir þessu þá myndi ég frekar skrifa þetta á blaðmanninn sem þýddi fréttinn sbr. Staff hershöfðingja sem mikið var skrifað um forðum daga(general staff).
Var ekki líka einhver Replay sem skoraði öll mörkin í ensku hér í den!? ;)
karl (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 16:54
Haha, jú, þegar miðvarðaparið Post og Crossbar voru ekki að flækjast fyrir!
Durtur, 8.9.2010 kl. 17:35
Já og aldrei þessu vant er ég ekki að agnúast út í þýðendurna á mbl.is, heldur bara að furða mig á þessum misskilningi öllum og rugli.
Durtur, 8.9.2010 kl. 17:41
Getur þú útskýrt þetta betur: „loksins farin að koma pínulogo í skjáhornin í "dauðum" senum, sem ég held að eigi eftir að vera endanleg lausn á þessu vandamáli“??
Hvað er þetta? Hvaða merki er þetta? Er það frá framleiðandanum eða sjónvarpsstöðinni eða er það auglýsing?
Nonni (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 20:28
Auglýsingar frá auglýsendum á stöðunum að einhverju leyti en mikið til ennþá auglýsingar fyrir aðra þætti. Maður tekur helst eftir þessu þegar senur eru að hefjast og t.d. beðið eftir að leikpersónur mæti í ramma. Það fer lítið fyrir þessu en stór fyrirtæki ættu að geta séð hag sinn í framtíðinni í því að kaupa sér þetta plás til að sýna allavega logo-ið sitt.
Með allri dreifingunni á netinu er farið að verða rosalega mikið um fólk sem sér þetta og það sjá fæstir ástæðu til að vesenast í að klippa þetta út og fá einhvern óskýran hnoðra í hornið í staðinn. Þetta er ekki bara að koma til vegna internetsins heldur líka vegna TiVo, sem tekur upp þætti en klippir út auglýsingahlé sem er sama vandamálið og með interneti: peningarnir koma augljóslega allir úr auglýsingunum.
Durtur, 8.9.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.