"Gæti"

Já nú þarf maður aldelis að fara að passa sig--svínaflensan gæti verið stórhættuleg, þó að hún sé engu skaðlegri en hin staðlaða, árlega flensa og dragi raunar færri til dauða en sú gamla, góða. Hún gæti líka stökkbreyst og eyðnismitaðir Afríkubúar sem flykkjast í sumarfrí til Mexíkó þessa dagana gætu verið í stórhættu. Það er þó ekki eintómt svartnætti framundan því að ef vaxtalækkun á Íslandi nymi sjö prósentum við inngöngu í ESB gætum við grætt 500 milljarða á ári, sem er eins gott, því það verður ekki ókeypis að byggja varnargarða--yfirborð sjávar gæti jú hækkað um 21 meter á næstu árum. Ansvítans klúður að hafa ekki keypt sér lottómiða um helgina, við hefðum þá getað verið þrír um hituna. Aftur á móti hefði ég getað étið béaðan lottómiðann fyrir einhvern misskilning og kafnað á kvikindinu. Eins gott að ég slapp við það því ég hefði auðveldlega getað steindrepist.

Gætu fjölmiðlar ekki allt eins farið að láta okkur vita hvað er að gerast í heiminum, frekar en að vera að velta sér uppúr hvað gæti hugsanlega gerst ef allt færi á versta veg? Hver veit, maður gæti þá jafnvel farið að taka eitthvað mark á því sem er borið er í mann. "Gæti" verandi lykilorðið.


mbl.is Gæti haft mjög slæm áhrif í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gæti ekki verið ruglaðari - við sem erum Hiv-smituð erum þau sem þú ert að höggvast í í þínum sunnudagstimburmönnum sýnist mér en fyrir okkur er vitneskjan um að blanda af báðum geti steindrepið okkur sko mjög aktúel 

niggi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Durtur

Ekki veit ég hvunig í ósköpunum þér dettur í hug að ég sé að "höggvast í" HIV smituðum hér frekar en annarsstaðar, niggi minn, og ég er blessunarlega alveg laus við timburmenn, enda stunda ég hvorki drykkju né annan saurlifnað þessa dagana. Eina fólkið sem ég er eitthvað að gagnrýna eru þeir sem eru að halda þessum hræðsluáróðri uppi um flensu sem er hreinlega alls ekkert hættulegri en flensan sem kemur á hverju ári, og raunar eru þegar til lyf fyrir þriðja hluta íslensku þjóðarinnar ef allt fer í það sem mér skilst að unga fólkið kalli "fokk". Mér þykir þú raunar nokkuð góður að hafa náð að taka þetta til þín sem árás á HIV-smitaða og móðgast svona smekklega. Við gætum báðir steindrepist á morgun, ég og þú, en það verður ekki "svína"flensan sem sér um það. Hafðu það sem best vinur, en vertu frekar hræddur við eitthvað sem ógnar þér. ESB, til dæmis.

Durtur, 3.5.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Durtur

Heh... fletti upp Tamiflu í netti spaugi. Af CNN:

NEW YORK (Fortune) - The prospect of a bird flu outbreak may be panicking people around the globe, but it's proving to be very good news for Defense Secretary Donald Rumsfeld and other politically connected investors in Gilead Sciences, the California biotech company that owns the rights to Tamiflu, the influenza remedy that's now the most-sought after drug in the world.

Rumsfeld served as Gilead (Research)'s chairman from 1997 until he joined the Bush administration in 2001, and he still holds a Gilead stake valued at between $5 million and $25 million, according to federal financial disclosures filed by Rumsfeld.

http://money.cnn.com/2005/10/31/news/newsmakers/fortune_rumsfeld/?cnn=yes

Gamli góði Rummy! Fyrst Aspartam og svo þetta--sá gamli kann þetta ennþá.

Durtur, 3.5.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband