28.3.2009 | 00:17
Ekki nýtt, ekki rétt
Varla þykir mér þetta vera ný uppfinning--ég hef t.d. sjálfur átt NIA (samkeppnisgræja frá OCZ) í allavega hálft ár. Að auki er ekki hentugt að nota bara heilabylgjurnar til að stjórna heilum leik (nema þá kannski Pong), langoftast er hentugast að nota músina til að miða og græjuna til að ganga/hlaupa/skríða/hlaða/skipta um vopn o.sv.frv. Í ofanálag hefur þetta alls ekkert með leti að gera, og raunar er þónokkur vinna að læra á græjuna svo að maður geti notað hana sómasamlega. Aðalástæðan fyrir því að nota þessi tæki er sú að þau geta minnkað viðbragðstímann (frá því að nota lyklaborð+mús) um allt að 50%--og það munar um minna fyrir harðjarna leikjaspilara. Sjálfur er ég varla einn slíkur og nota NIA mjög lítið; ég keypti þetta meira afþvi mér finnst þetta dásamleg tækni og finnst gaman að eiga svona.
Hvernig stendur á því að tæki í eldra kantinum sé kynnt á mbl.is sem splunkuný uppfinning? Og það er augljóst að sá sem þetta skrifaði (eða þýddi) hafði hvorki fyrir því að kynna sér tækið né tæknina. Er þetta orðið staðallinn á mbl.is eða slysaðist blaðamaður máske til að mislesa auglýsingu einhversstaðar sem frétt? Ég er mjög líklega einn um það en mér finnst þetta stórfurðulegt mál alltsaman. Þetta fær mig þó til að vilja blása rykið af NIA og grípa aðeins í Call of Duty aftur, sem er allavega eitthvað.
Stýra tölvu með heilaorkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...gleymdi að minnast á að vöðva-, og augnhreyfingar spila líka stóran þátt í þessu öllu saman; ég veit að það hljómar eins og maður þurfi að geifla sig og gretta til að nota svona tæki til að spila leiki en sú er ekki raunin.
Durtur, 28.3.2009 kl. 00:19
Áhugavert (í bakgrunni heyrist fótatak fjarlægjast og hurð opnast og lokast)
Ársæll Níelsson, 28.3.2009 kl. 21:03
Ég get ekki að því gert hver ég er, minn innri nörd brýst alltaf út í gegnum töffarann á endanum!
...samt, þetta er algjört meistaraverk, þú getur ekki ímyndað þér gleðina sem fylgir því að spila pong eða skjóta Norður-Kóreumenn í tölvunni í gegnum einhverja græju á hausnum á sér. Veröld ný og góð!
Durtur, 28.3.2009 kl. 22:51
möguleinarnir fyrir svona tæki eru ótrúlega miklir ekki bara fyrir tölvuleikjanotendur einnig hreyfihamlaða.
Árni Þór Þorgeirsson, 31.3.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.