28.3.2009 | 18:53
Bloggvinir!
Núna á ég bloggvin og þá skilst mér að ég sé innvígður Bloggari. Ég er ennþá sár og ringlaður yfir því að hafa þurft að fórna tveim feitustu geitunum mínum líka en reglur eru víst reglur...
Takk, Sæli minn. Fyrirgefðu að ég hringi aldrei, og ég hlakka til að fara og fá mér einn tvöfaldan double-espresso latté frappuccino á Café Korg fyrir Westan.
Athugasemdir
Þú færð bara svart kaffi.
Annars er mér heiður af því að vera þinn fyrsti bloggvinur (og það ekki nema tveim mánuðum eftir að hafa sent þér ósk þess efnis).
Ég skal fyrirgefa þér vöntunina á símtölum þegar þú hringir í mig.
Ársæll Níelsson, 28.3.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.